Við þurfum á hjúkrunarfræðingum að halda! Ólafur G. Skúlason skrifar 29. maí 2015 07:00 Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun