Er ég mesti kjáni Íslandssögunnar? María Björk Steinarsdóttir skrifar 29. maí 2015 07:00 Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar.
Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar