Þingmenn! Þetta gengur ekki Kári Jónasson skrifar 1. júní 2015 05:00 Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Jónasson Tengdar fréttir Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni.
Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun