Þingmenn! Þetta gengur ekki Kári Jónasson skrifar 1. júní 2015 05:00 Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Jónasson Tengdar fréttir Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni.
Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun