Lamandi áhrif biðar eftir rannsóknum og niðurstöðum Ellen Calmon skrifar 3. júní 2015 00:01 Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun