Alt-J stóð fyrir sínu en ekki meir en það Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 13:00 Alt-J á sviði. vísir/nordic photos Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira