Hvað bíður nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga? Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun