Geislafræðingar nauðsynlegir í heilbrigðiskerfi nútímans Nemendur í geislafræði skrifar 4. júní 2015 08:45 Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun