Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi guðsteinn bjarnason skrifar 5. júní 2015 07:00 Vel fór á með forsætisráðherra Bretlands og kanslara Þýskalands í Berlín í lok síðustu viku. fréttablaðið/EPA „Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“ Grikkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
„Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“
Grikkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira