Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi guðsteinn bjarnason skrifar 5. júní 2015 07:00 Vel fór á með forsætisráðherra Bretlands og kanslara Þýskalands í Berlín í lok síðustu viku. fréttablaðið/EPA „Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“ Grikkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
„Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“
Grikkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“