Stórfyrirtæki gegn lýðræði Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar