Samningaleiðin varð fyrir valinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 06:30 Ríkisstjórnin kynnti í gær gríðarlega umfangsmikla aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta. Áætlunin er þríþætt; tekur á slitabúum föllnu bankanna, aflandskrónustabbanum og raunhagkerfinu. Samtals eru 1.200 milljarðar króna undir og því mikilvægt að vel takist til. Og ekki ber á öðru en að ráðamenn hafi hugað að flestu því sem hægt er að fara fram á að þeir hugi að í jafn umfangsmiklum aðgerðum og raun ber vitni. Hrósa ber því sem vel er gert og ekki verður sagt annað en að áætlunin sé vel úr garði gerð. Hún byggir fyrst og fremst á því að samið verði við slitabú föllnu bankanna. Þeim er gefinn frestur á því að uppfylla ákveðin skilyrði, stöðugleikaskilyrði, og hafa til áramóta til þess. Að öðrum kosti verður settur á þau stöðugleikaskattur upp á 39 prósent, sem gæti kostað þau samtals 850 milljarða króna. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir þau að semja. Raunin er sú að slitabúin hafa verið tilbúin til samninga um allnokkra hríð. Það sem skort hefur er sá rammi sem stjórnvöldum ber að setja um nauðasamningana og hafa nú gert. Ýmislegt hefur spilað þar inn í, enda mörg sjónarmið sem hafa heyrst um hvaða augum eigi að líta eignir kröfuhafa í hina föllnu banka, allt frá því að það séu landráð að semja við kröfuhafana. Sú skoðun hefur ekki síst komið frá fólki tengdu eða í Framsóknarflokknum og jafnvel frá einstaka ráðamönnum hans. Ljóst er að sú leið sem fyrir valinu varð er fjarri þeim hugmyndum. Gulrót og kylfa, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í síðustu kosningabaráttu að væru nauðsynleg tæki í samningana við kröfuhafana. Að einhverju leyti má til sanns vegar færa að aðgerðaáætlunin sé einmitt það. Gulrótin felst í hvata til að semja um stöðugleikaskilyrðin, fara í nauðasamninga. Kylfan birtist svo í stöðugleikaskattinum. Spurningin er hins vegar sú hvort menn hafi of lengi hallað sér að kylfunni í stað þess að bjóða strax upp á gulrótarsúpu. Það verður fróðlegt að leggjast yfir það hver grundvallarmunurinn er á þeirri aðgerðaáætlun sem kynnt var í gær og áætlun um afnám hafta sem var við lýði áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Vonandi er munurinn gríðarlegur og ávinningurinn það mikill að hann réttlæti að ekki hafi verið samið strax, heldur kylfunni sveiflað í tvö ár yfir höfði kröfuhafa. Í gær bárust hins vegar fregnir af því að kröfuhafar fögnuðu áætluninni. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í Kastljósi að það væri mikið ánægjuefni að geta komið til móts við skilyrði ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Umræðunni í Íslandi í dag og sagði þar að almenningur myndi fljótlega nær hætta að finna fyrir áhrifum haftanna í daglegu lífi. Það er vel, en spurning hvort það hefði getað gerst fyrr. Svo er það nokkuð sem ágætt væri að hafa í huga að höft verða seint afnumin á meðan íslenska krónan er við lýði. Það er hægt að losa um þau, en seint hverfa þau alveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ríkisstjórnin kynnti í gær gríðarlega umfangsmikla aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta. Áætlunin er þríþætt; tekur á slitabúum föllnu bankanna, aflandskrónustabbanum og raunhagkerfinu. Samtals eru 1.200 milljarðar króna undir og því mikilvægt að vel takist til. Og ekki ber á öðru en að ráðamenn hafi hugað að flestu því sem hægt er að fara fram á að þeir hugi að í jafn umfangsmiklum aðgerðum og raun ber vitni. Hrósa ber því sem vel er gert og ekki verður sagt annað en að áætlunin sé vel úr garði gerð. Hún byggir fyrst og fremst á því að samið verði við slitabú föllnu bankanna. Þeim er gefinn frestur á því að uppfylla ákveðin skilyrði, stöðugleikaskilyrði, og hafa til áramóta til þess. Að öðrum kosti verður settur á þau stöðugleikaskattur upp á 39 prósent, sem gæti kostað þau samtals 850 milljarða króna. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir þau að semja. Raunin er sú að slitabúin hafa verið tilbúin til samninga um allnokkra hríð. Það sem skort hefur er sá rammi sem stjórnvöldum ber að setja um nauðasamningana og hafa nú gert. Ýmislegt hefur spilað þar inn í, enda mörg sjónarmið sem hafa heyrst um hvaða augum eigi að líta eignir kröfuhafa í hina föllnu banka, allt frá því að það séu landráð að semja við kröfuhafana. Sú skoðun hefur ekki síst komið frá fólki tengdu eða í Framsóknarflokknum og jafnvel frá einstaka ráðamönnum hans. Ljóst er að sú leið sem fyrir valinu varð er fjarri þeim hugmyndum. Gulrót og kylfa, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í síðustu kosningabaráttu að væru nauðsynleg tæki í samningana við kröfuhafana. Að einhverju leyti má til sanns vegar færa að aðgerðaáætlunin sé einmitt það. Gulrótin felst í hvata til að semja um stöðugleikaskilyrðin, fara í nauðasamninga. Kylfan birtist svo í stöðugleikaskattinum. Spurningin er hins vegar sú hvort menn hafi of lengi hallað sér að kylfunni í stað þess að bjóða strax upp á gulrótarsúpu. Það verður fróðlegt að leggjast yfir það hver grundvallarmunurinn er á þeirri aðgerðaáætlun sem kynnt var í gær og áætlun um afnám hafta sem var við lýði áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Vonandi er munurinn gríðarlegur og ávinningurinn það mikill að hann réttlæti að ekki hafi verið samið strax, heldur kylfunni sveiflað í tvö ár yfir höfði kröfuhafa. Í gær bárust hins vegar fregnir af því að kröfuhafar fögnuðu áætluninni. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í Kastljósi að það væri mikið ánægjuefni að geta komið til móts við skilyrði ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Umræðunni í Íslandi í dag og sagði þar að almenningur myndi fljótlega nær hætta að finna fyrir áhrifum haftanna í daglegu lífi. Það er vel, en spurning hvort það hefði getað gerst fyrr. Svo er það nokkuð sem ágætt væri að hafa í huga að höft verða seint afnumin á meðan íslenska krónan er við lýði. Það er hægt að losa um þau, en seint hverfa þau alveg.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun