Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:00 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad á Spáni og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Fréttablaðið/valli „Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira