Höftin afnumin – eða hvað? Skjóðan skrifar 10. júní 2015 12:00 Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira