Höftin afnumin – eða hvað? Skjóðan skrifar 10. júní 2015 12:00 Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira