Frumskylda að verja lífskjör almennings Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum.
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar