Stjórinn er góður að selja sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 06:30 Kári Árnason stendur vaktina í vörninni. Fréttablaðið/ernir „Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti