Hver á heiðurinn? Atli Fannar Bjarkason skrifar 11. júní 2015 07:00 Frá því að aðgerðaráætlun um afnám hafta var kynnt í vikunni hef ég verið eitt spurningamerki. Fjármál eru ekki mitt sérsvið en ég tel mig þó skilja tilgang aðgerðanna og átta mig á að þær eru mjög góðar. Stórum og mikilvægum spurningum er þó enn þá ósvarað. Eða öllu heldur stórri og mikilvægri spurningu: Hver á heiðurinn? Á Alþingi og á samfélagsmiðlum hafa þingmenn skipst á skoðunum á yfirvegaðan og málefnalegan hátt um hver eigi að fá að taka að sér heiðurinn á þessari vinnu. Skiljanlega reyna þingmenn að gera sem minnst úr eigin hlut og þvert á flokka keppast þeir um að kasta heiðrinum á milli sín, eins og sjóðandi heitri og gómsætri kartöflu. Þessari mikilvægu spurningu er þó enn ósvarað þrátt fyrir hógværar og mikilvægar tilraunir þingheims. Það er því mikilvægt að setja á fót einhvers konar nefnd til að komast að því hver á heiðurinn að aðgerðunum. Nefndin hefði það hlutverk að komast til botns í málinu og neyða viðkomandi þingmann til að taka hrósi. Það er nefnilega óþolandi að þingmenn séu samstiga um ágæti aðgerða sem skila þjóðarbúinu miklum fjármunum án þess að almenningur viti nákvæmlega hverjum á að hrósa. Það er það eina sem skiptir okkur máli. Það er enginn að spá í stórkostleg áhrif sem lægri skuldastaða ríkissjóðs getur haft á íslenskt samfélag. Vaxtagreiðslur myndu lækka um milljarða en það breytir litlu á meðan þöggun ríkir í samfélaginu um hver á hugmyndina. Hver ber ábyrgð á því að 1.200 milljarðar festust í gjaldeyrishöftum og hverjum datt í hug að það væri sniðugt að sækja hluta af þessu fjármagni til kröfuhafa? Hver stakk upp á því að leggja til að semja við kröfuhafana og hver sótti kaffið á fyrsta fundinum? Þetta eru mjög mikilvægar spurningar. Kaffi hefur nefnilega mjög mikil áhrif á líðan fólks og virkni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Frá því að aðgerðaráætlun um afnám hafta var kynnt í vikunni hef ég verið eitt spurningamerki. Fjármál eru ekki mitt sérsvið en ég tel mig þó skilja tilgang aðgerðanna og átta mig á að þær eru mjög góðar. Stórum og mikilvægum spurningum er þó enn þá ósvarað. Eða öllu heldur stórri og mikilvægri spurningu: Hver á heiðurinn? Á Alþingi og á samfélagsmiðlum hafa þingmenn skipst á skoðunum á yfirvegaðan og málefnalegan hátt um hver eigi að fá að taka að sér heiðurinn á þessari vinnu. Skiljanlega reyna þingmenn að gera sem minnst úr eigin hlut og þvert á flokka keppast þeir um að kasta heiðrinum á milli sín, eins og sjóðandi heitri og gómsætri kartöflu. Þessari mikilvægu spurningu er þó enn ósvarað þrátt fyrir hógværar og mikilvægar tilraunir þingheims. Það er því mikilvægt að setja á fót einhvers konar nefnd til að komast að því hver á heiðurinn að aðgerðunum. Nefndin hefði það hlutverk að komast til botns í málinu og neyða viðkomandi þingmann til að taka hrósi. Það er nefnilega óþolandi að þingmenn séu samstiga um ágæti aðgerða sem skila þjóðarbúinu miklum fjármunum án þess að almenningur viti nákvæmlega hverjum á að hrósa. Það er það eina sem skiptir okkur máli. Það er enginn að spá í stórkostleg áhrif sem lægri skuldastaða ríkissjóðs getur haft á íslenskt samfélag. Vaxtagreiðslur myndu lækka um milljarða en það breytir litlu á meðan þöggun ríkir í samfélaginu um hver á hugmyndina. Hver ber ábyrgð á því að 1.200 milljarðar festust í gjaldeyrishöftum og hverjum datt í hug að það væri sniðugt að sækja hluta af þessu fjármagni til kröfuhafa? Hver stakk upp á því að leggja til að semja við kröfuhafana og hver sótti kaffið á fyrsta fundinum? Þetta eru mjög mikilvægar spurningar. Kaffi hefur nefnilega mjög mikil áhrif á líðan fólks og virkni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun