Ég gerði hrikaleg mistök Rikka skrifar 15. júní 2015 14:00 "Mistökin raska rónni en það eru samt sem áður akkúrat þau sem færa okkur upp á næsta þroskastig ef við veljum að líta á það þannig.“ Vísir/Getty Öll gerum við mistök og mörg okkar daglega. Við reynum þó eftir fremsta megni að forðast þau eins og heitan eldinn því það er leiðinlegt að standa í því. Við viljum standa okkur vel í vinnunni, gagnvart fjölskyldunni, okkur sjálfum og finnum til vanmáttarkenndar þegar við gerum eitthvað „vitlaust“. Dagleg mistök geta gert það að verkum að þau hafa áhrif á sjálfsmyndina, okkur finnst við glötuð og geta aldrei gert neitt rétt og þannig erum við komin í vítahring.Ástand er ákvörðun En hvað ef við ákvæðum að horfa á mistök á annan hátt en við höfum gert hingað til? Velja að líta á mistök sem reynslu og leysa þau vandamál sem koma upp í stað þess að finna einhvern í hlutverk sökudólgsins, hvort sem það erum við sjálf eða einhver annar. Við mannverurnar forðumst í lengstu lög að gera mistök en á sama tíma leitumst við eftir því að þroska okkur sem einstaklinga með því til dæmis að lesa fræðandi bækur og fara á mannbætandi námskeið. Allt er þetta gert til þess að láta okkur líða betur og finna hinn fullkomna frið í sálinni. Mistökin raska rónni en það eru samt sem áður akkúrat þau sem færa okkur upp á næsta þroskastig ef við veljum að líta á það þannig.Þitt er valið Þegar við stöndum frammi fyrir því að hafa gert mistök þá höfum við val um að setjast niður og gera ekki neitt, viðurkenna ekki mistökin eða sem fyrr segir benda á aðra. Við eigum þess líka kost að koma hreint fram, viðurkenna mistökin og læra af þeim. Ef mistökin beindust að einhverjum öðrum en okkur sjálfum er jafnvel gott að íhuga það að biðjast fyrirgefningar en mikill lækningarmáttur felst í þeim gjörningi. Ef mistökin eru léttvæg er um að gera að muna eftir því að hafa húmor fyrir sjálfum sér, þá stendurðu uppi sem sigurvegari. Róm var þó ekki byggð á einum degi frekar en við sjálf og ekki hægt að ætlast til þess að viðhorf og vani breytist á einum degi, verum meðvituð um það hvernig við hugsum og þá sérstaklega til okkar sjálfra. Við sköpum okkar ytri heim sjálf eftir því hvernig við upplifum sjálfið. Heilsa Tengdar fréttir Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15 Hlaupaáætlun fyrir byrjendur – 8 vikur Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman átta vikna raunhæfa æfingaáætlun fyrir byrjendur sem hafa lítið hlaupið áður. Eruð þið ekki spennt? 8. júní 2015 11:00 Endurskoðuð áramótaheit Nú er árið rúmlega hálfnað og því gott að skoða hvort þú sért á þeim stað sem þú vilt vera á. 8. júní 2015 14:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Láttu gott af þér leiða Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau 1. júní 2015 14:00 Nærandi hjólasumar framundan Þær María Ögn og Elísabet Margeirs halda námskeið fyrir hjólafólk sem vill ná betri árangri. 31. maí 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Öll gerum við mistök og mörg okkar daglega. Við reynum þó eftir fremsta megni að forðast þau eins og heitan eldinn því það er leiðinlegt að standa í því. Við viljum standa okkur vel í vinnunni, gagnvart fjölskyldunni, okkur sjálfum og finnum til vanmáttarkenndar þegar við gerum eitthvað „vitlaust“. Dagleg mistök geta gert það að verkum að þau hafa áhrif á sjálfsmyndina, okkur finnst við glötuð og geta aldrei gert neitt rétt og þannig erum við komin í vítahring.Ástand er ákvörðun En hvað ef við ákvæðum að horfa á mistök á annan hátt en við höfum gert hingað til? Velja að líta á mistök sem reynslu og leysa þau vandamál sem koma upp í stað þess að finna einhvern í hlutverk sökudólgsins, hvort sem það erum við sjálf eða einhver annar. Við mannverurnar forðumst í lengstu lög að gera mistök en á sama tíma leitumst við eftir því að þroska okkur sem einstaklinga með því til dæmis að lesa fræðandi bækur og fara á mannbætandi námskeið. Allt er þetta gert til þess að láta okkur líða betur og finna hinn fullkomna frið í sálinni. Mistökin raska rónni en það eru samt sem áður akkúrat þau sem færa okkur upp á næsta þroskastig ef við veljum að líta á það þannig.Þitt er valið Þegar við stöndum frammi fyrir því að hafa gert mistök þá höfum við val um að setjast niður og gera ekki neitt, viðurkenna ekki mistökin eða sem fyrr segir benda á aðra. Við eigum þess líka kost að koma hreint fram, viðurkenna mistökin og læra af þeim. Ef mistökin beindust að einhverjum öðrum en okkur sjálfum er jafnvel gott að íhuga það að biðjast fyrirgefningar en mikill lækningarmáttur felst í þeim gjörningi. Ef mistökin eru léttvæg er um að gera að muna eftir því að hafa húmor fyrir sjálfum sér, þá stendurðu uppi sem sigurvegari. Róm var þó ekki byggð á einum degi frekar en við sjálf og ekki hægt að ætlast til þess að viðhorf og vani breytist á einum degi, verum meðvituð um það hvernig við hugsum og þá sérstaklega til okkar sjálfra. Við sköpum okkar ytri heim sjálf eftir því hvernig við upplifum sjálfið.
Heilsa Tengdar fréttir Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15 Hlaupaáætlun fyrir byrjendur – 8 vikur Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman átta vikna raunhæfa æfingaáætlun fyrir byrjendur sem hafa lítið hlaupið áður. Eruð þið ekki spennt? 8. júní 2015 11:00 Endurskoðuð áramótaheit Nú er árið rúmlega hálfnað og því gott að skoða hvort þú sért á þeim stað sem þú vilt vera á. 8. júní 2015 14:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Láttu gott af þér leiða Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau 1. júní 2015 14:00 Nærandi hjólasumar framundan Þær María Ögn og Elísabet Margeirs halda námskeið fyrir hjólafólk sem vill ná betri árangri. 31. maí 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15
Hlaupaáætlun fyrir byrjendur – 8 vikur Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman átta vikna raunhæfa æfingaáætlun fyrir byrjendur sem hafa lítið hlaupið áður. Eruð þið ekki spennt? 8. júní 2015 11:00
Endurskoðuð áramótaheit Nú er árið rúmlega hálfnað og því gott að skoða hvort þú sért á þeim stað sem þú vilt vera á. 8. júní 2015 14:00
Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00
Láttu gott af þér leiða Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau 1. júní 2015 14:00
Nærandi hjólasumar framundan Þær María Ögn og Elísabet Margeirs halda námskeið fyrir hjólafólk sem vill ná betri árangri. 31. maí 2015 11:00