Segja ríki heims þurfa að stofna flóttamannasjóð Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. júní 2015 07:00 Kúrdar í norðanverðu Sýrlandi bíða við landamæri Grikklands í von um að komast yfir gryfjuna, sem skilur á milli. Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira