Fáum ráð hjá Rúnari og Pétri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 06:00 Stuðningsmenn Celtic vekja athygli hvar sem þeir koma. Liðið mætti KR í fyrra. vísir/daníel Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira