Truflandi mótmæli Skjóðan skrifar 24. júní 2015 10:30 Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira