Hilmar Árni komið að 91 prósent marka nýliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 07:00 HIlmar Árni matar liðsfélaga sína í gríð og erg. vísir/Stefán Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn