Ungur upptökustjóri á uppleið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 26. júní 2015 10:30 Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér. Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér.
Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40
Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03
Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00
Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00