Samkvæmt frönskum miðlum mun Kolbeinn Sigþórsson gangast undir læknisskoðun hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes í dag.
Talið er að hann hafi samþykkt að semja við franska félagið, sem greiðir Ajax í Hollandi þrjár milljónir evra fyrir íslenska landsliðsframherjann, jafnvirði 440 milljóna króna, en Kolbeinn á eitt ár eftir af samningi sínum við hollenska stórveldið.
Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en forseti Nantes hefur áður gefið sterklega til kynna að félagið muni tryggja sér þjónustu Kolbeins næstu árin. Kolbeinn er 25 ára og hefur verið í Hollandi undanfarin átta ár. Fyrstu fjögur árin með AZ og svo í fjögur ár með Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði alls 46 mörk í 112 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni frá 2010 til 2015 en hann hefur skorað 17 mörk í 29 leikjum með íslenska A-landsliðinu á sama tímabili.
Ekki hefur náðst í Kolbein né umboðsmann hans síðustu daga vegna þessa.
Kolbeinn fer í læknisskoðun í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti