Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í ellefu stiga tapi á móti Dönum, 74-63, á æfingamóti í Kaupamannahöfn í gær. Sara Rún skoraði 16 stig á 25 mínútum í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir (12 stig á 16 mínútum).
Helena var fyrir leikinn búin að vera stigahæst í 18 landsleikjum í röð – öllum leikjum kvennalandsliðsins í tæp sex ár eða síðan Birna Valgarðsdóttir skoraði 21 stig í sigri á Írlandi.
Helena byrjaði reyndar frábærlega í gær því hún skoraði 10 stig á fyrstu fimm mínútunum og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 15-6. Helena bætti aðeins við tveimur stigum eftir það og danska liðið vann upp forskotið og tryggði sér öruggan sigur.
Sara rauf einokun Helenu í landsliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

