Körfubolti

Ívar: Besti leikur liðsins undir minni stjórn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var ánægður með frammistöðu Íslands á æfingamótinu.
Þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var ánægður með frammistöðu Íslands á æfingamótinu. fréttablaðið/stefán
Ísland tapaði þriðja og síðasta æfingaleik sínum þegar kvennalandsliðið mætti Finnlandi á æfingamóti í Danmörku. Finnarnir unnu á flautukörfu, 78-76, eftir að Ísland hafði verið í forystu nánast allan leikinn.

„Við spiluðum afar vel í leiknum og þetta var besti leikur liðsins síðan ég tók við,“ sagði Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta var þriðji leikurinn okkar á þremur dögum en fyrsti leikurinn þeirra. Við vorum orðnar mjög þreyttar á lokamínútunum og gerðum mistök sem kostuðu okkur leikinn.“

Ívar segir þó að úrslitin sýni að liðið sé í framför enda hafi Finnar verið með sterkasta landslið Norðurlandanna undanfarin ár. Ísland spilaði einnig tvívegis við Dani og vann annan leikinn.

„Þetta mót nýttist okkur mjög vel enda að spila við góð lið. Margir leikmenn voru að spila sína fyrstu landsleiki og heilt yfir stóðu allir sig mjög vel,“ segir Ívar sem er nú að undirbúa lið sitt fyrir undankeppni EM 2017 en hann hefst í haust. Þar er Ísland í riðli með Ungverjalandi, Slóvakíu og Portúgal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×