Kristinn og Kristinn bestir í fyrri umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Vísir/Stefán Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira