Hagamelsmorðið hreyfði við Barnavernd Snærós Sindradóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. mynd/aðsend „Málið var ekki opið barnaverndarmál þegar þessir hörmulegu atburðir gerðust,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um Hagamelsmálið sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag. Árið 2004 myrti móðir ellefu ára dóttur sína og slasaði son sinn lífshættulega. „Auðvitað leiddi það til þess að það var gerð úttekt á málinu og því hvort og hvaða ályktanir væri hægt að draga af því. Það hefur verið vinnuregla síðan að gera úttekt þegar voveifleg dauðsföll barna ber að garði,“ segir Bragi. Þegar málið kom upp var farið vandlega í saumana á því hvernig samskipti skólayfirvalda, lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins fóru fram. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd. Það var mat manna að lagabreytingu þyrfti til að skjóta stoðum undir slíka starfsemi. Barnaverndarstofa lagði þetta til við síðustu endurskoðun barnaverndarlaga en því miður náði það ekki fram að ganga.“ Bragi telur að barnaverndarkerfið væri í fastari skorðum með slíku teymi. „Eitt af því sem við höfum alls ekki staðið okkur nægilega vel í er samhæfing aðgerða í kjölfar svona atburða. Það þarf að skerpa þessar línur og gera með öflugri hætti en við erum að gera í dag.“ Tengdar fréttir Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Málið var ekki opið barnaverndarmál þegar þessir hörmulegu atburðir gerðust,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um Hagamelsmálið sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag. Árið 2004 myrti móðir ellefu ára dóttur sína og slasaði son sinn lífshættulega. „Auðvitað leiddi það til þess að það var gerð úttekt á málinu og því hvort og hvaða ályktanir væri hægt að draga af því. Það hefur verið vinnuregla síðan að gera úttekt þegar voveifleg dauðsföll barna ber að garði,“ segir Bragi. Þegar málið kom upp var farið vandlega í saumana á því hvernig samskipti skólayfirvalda, lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins fóru fram. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd. Það var mat manna að lagabreytingu þyrfti til að skjóta stoðum undir slíka starfsemi. Barnaverndarstofa lagði þetta til við síðustu endurskoðun barnaverndarlaga en því miður náði það ekki fram að ganga.“ Bragi telur að barnaverndarkerfið væri í fastari skorðum með slíku teymi. „Eitt af því sem við höfum alls ekki staðið okkur nægilega vel í er samhæfing aðgerða í kjölfar svona atburða. Það þarf að skerpa þessar línur og gera með öflugri hætti en við erum að gera í dag.“
Tengdar fréttir Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Mamma reyndi að drepa mig Einar Zeppelin Hildarson komst lífshættulega slasaður undan móður sinni eftir stunguárás. Systir hans lést í árásinni. 18. júlí 2015 09:00