„Brúnu umslögin“ Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun