Fjórir leikir eru á dagskrá Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Topplið Breiðabliks sækir KR heim en KR-konur eru eina liðið sem hefur tekið stig af Blikum í sumar.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð en síðan þá hefur Breiðablik unnið alla sína leiki og ekki fengið á sig mark.
Stjarnan, sem er fjórum stigum á eftir Breiðabliki, mætir Selfossi en Selfyssingar unnu Stjörnukonur í fyrri leik liðanna, 1-2.
Valskonur geta endurheimt þriðja sætið með sigri á Fylki en bæði lið eru í sárum eftir töp í undanúrslitum Borgunarbikarsins á dögunum.
Þá tekur Þróttur á móti ÍBV. Heimakonur þurfa nauðsynlega á sigri að halda en þær eru í erfiðri stöðu í næstneðsta sætinu.
Gera KR-ingar toppliði Breiðabliks aftur grikk?
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

