Þroskamerki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fram á þrítugsaldur þurfti að draga mig á eyrunum í gönguferðir. Ég man eftir göngu á Keili á barnsárum með foreldrum mínum og frændfólki þar sem ég grét úr mér augun yfir óréttlæti heimsins að ganga fjall í staðinn fyrir að fara í fótbolta. Samt beið mín súkkulaðisnúður á toppnum. Á dauða mínum átti ég von frekar en að ég ætti eftir að hafa gaman af gönguferðum síðar meir en sú er orðin raunin. Síðdegis á laugardag mætti ég ásamt 35 samstarfsmönnum og fylgihlutum í Langadal í Þórsmörk eftir þriggja daga göngu um svokallaðan Strútsstíg. Aldrei hafði ég heyrt á hann minnst en ég gleymi honum ekki í bráð. Persónulega stóð Strútslaug, heit laug á fyrstu dagleið, upp úr hvað náttúruperlur varðar en þær voru reyndar á hverju strái. Ferðinvar algjör lúxusferð í ljósi þess að við þurftum aðeins að bera dagpoka þar sem annað beið okkar í skálunum þökk sé Ófeigi, stórkostlegum rútubílstjóra – já og sjómanni! Hann smellpassaði í hóp ferðafélaganna sem voru hver öðrum skemmtilegri. Ef einhver bar upp spurningu sem hófst á orðunum: „Gætirðu nokkuð…“ var svarið alltaf „já“ eða „ekkert mál“. Frábær hópur. Það er magnað hvernig fólk úr öllum áttum, á ólíkum aldri og með ólíkar skoðanir getur smellpassað saman og notið sín eins og var tilfellið í ferðinni. Hvert sem litið var mátti sjá brosandi andlit enda markmið allra að skemmta sér sem best. Óhætt er að segja að það hafi tekist og reikna ég með að allir sem fóru í gönguna í ár ætli að endurtaka leikinn að ári eigi þeir þess kost. Göngunni lauk svo í Þórsmörk. Ég hef aðeins tvisvar áður komið í Þórsmörk, þann einstaka stað, og hafði aðeins gist þar einu sinni. Eitthvað finnst mér það fátæklegt enda upplifi ég staðinn sem himnaríki kynslóðarinnar á undan minni. Allir virðast eiga frábærar minningar þaðan og nú á ég mínar. Til stendur að fjölga ferðum á þennan einstaka stað og skapa fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun
Fram á þrítugsaldur þurfti að draga mig á eyrunum í gönguferðir. Ég man eftir göngu á Keili á barnsárum með foreldrum mínum og frændfólki þar sem ég grét úr mér augun yfir óréttlæti heimsins að ganga fjall í staðinn fyrir að fara í fótbolta. Samt beið mín súkkulaðisnúður á toppnum. Á dauða mínum átti ég von frekar en að ég ætti eftir að hafa gaman af gönguferðum síðar meir en sú er orðin raunin. Síðdegis á laugardag mætti ég ásamt 35 samstarfsmönnum og fylgihlutum í Langadal í Þórsmörk eftir þriggja daga göngu um svokallaðan Strútsstíg. Aldrei hafði ég heyrt á hann minnst en ég gleymi honum ekki í bráð. Persónulega stóð Strútslaug, heit laug á fyrstu dagleið, upp úr hvað náttúruperlur varðar en þær voru reyndar á hverju strái. Ferðinvar algjör lúxusferð í ljósi þess að við þurftum aðeins að bera dagpoka þar sem annað beið okkar í skálunum þökk sé Ófeigi, stórkostlegum rútubílstjóra – já og sjómanni! Hann smellpassaði í hóp ferðafélaganna sem voru hver öðrum skemmtilegri. Ef einhver bar upp spurningu sem hófst á orðunum: „Gætirðu nokkuð…“ var svarið alltaf „já“ eða „ekkert mál“. Frábær hópur. Það er magnað hvernig fólk úr öllum áttum, á ólíkum aldri og með ólíkar skoðanir getur smellpassað saman og notið sín eins og var tilfellið í ferðinni. Hvert sem litið var mátti sjá brosandi andlit enda markmið allra að skemmta sér sem best. Óhætt er að segja að það hafi tekist og reikna ég með að allir sem fóru í gönguna í ár ætli að endurtaka leikinn að ári eigi þeir þess kost. Göngunni lauk svo í Þórsmörk. Ég hef aðeins tvisvar áður komið í Þórsmörk, þann einstaka stað, og hafði aðeins gist þar einu sinni. Eitthvað finnst mér það fátæklegt enda upplifi ég staðinn sem himnaríki kynslóðarinnar á undan minni. Allir virðast eiga frábærar minningar þaðan og nú á ég mínar. Til stendur að fjölga ferðum á þennan einstaka stað og skapa fleiri.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun