Ef nýja stjórnarskráin… Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júlí 2015 07:00 Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun