Vaktar löggjöf tengda listum og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 14:30 "Alveg er ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur,“ segir Kolbrún. Vísir/Andri Marinó „Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“ Alþingi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“
Alþingi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira