Vaktar löggjöf tengda listum og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 14:30 "Alveg er ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur,“ segir Kolbrún. Vísir/Andri Marinó „Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“ Alþingi Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
„Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“
Alþingi Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira