Föstudagsviðtalið: Beið hvergi í röð eftir klósetti Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. júlí 2015 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, ræðir gagnrýnina, meint aðgerðarleysi sitt í ferðaþjónustu, lífið í Keflavík og að þingmenn geri mistök eins og aðrir. Hún fór Gullna hringinn síðustu helgi og þurfti ekkert að bíða eftir klósettinu. Ragnheiður Elín var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hún trúir enn að náttúrupassinn sé góð leið til gjaldtöku. „Ég ætla ekki að dvelja við þetta. Ég ætla að hugsa eins og þau gera í nýsköpuninni. Hjá frumkvöðlunum er það svoleiðis að þeir koma með hugmyndir og hugmyndin kannski rennur út í sandinn. Þá er regla númer eitt: lærðu af því sem miður fór. Komdu aftur. Gott dæmi er Þorsteinn í Plain Vanilla. Þeir fóru á hausinn með fyrstu hugmyndina og eftir það fengu þeir ekkert fjármagn á Íslandi. Svo þeir fóru til Bandaríkjanna og þá var sagt: eruð þið búnir að fara á hausinn og mistakast? Frábært,” segir Ragnheiður Elín sem segist vissulega svekkt yfir því að frumvarp hennar um náttúrupassa hafi ekki hlotið brautargengi. Hún segist þó enn hafa sannfæringu um að náttúrupassinn sé góð leið til gjaldtöku á ferðamönnum, en er meðvituð um að passinn sé ekki gallalaus.Vill tekjurnar frá ferðamönnum„Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það. Ef við ætlum að leggja komugjöld á ferðamenn, þá eru líka kostir og gallar við það. Mér finnst helsti gallinn sá að vegna alþjóðlegra skuldbindinga þurfum við líka að setja það á innanlandsflug. Íslendingar þurfa að borga það þegar þeir fljúga innanlands. Það var eitt af markmiðunum með náttúrupassanum, að fá nýjar tekjur af ferðamönnum en ekki meira af Íslendingum. Við borgum margt innan málaflokksins með sköttum.”En áttu Íslendingar ekki líka að borga fyrir náttúrupassa? „Jú, 500 krónur á ári sem hefðu lagst á Íslendinga. Við vorum að tala um að fá 3-5 milljarða á þremur árum og 85-90 prósent tekna átti að koma frá erlendum ferðamönnum. Mér hugnast síst að fara blandaða leið, kroppa af öllum. Ég vil afnema gistináttagjald, vegna þess að það er vondur skattur. Þar eru ótal margir innheimtuaðilar fyrir lágar upphæðir og ef við förum að hækka hann mikið fer það að búa til flækjustig sem mér hugnast ekki. Ef við ætlum að taka þetta í gegnum gistiþjónustuna er virðisaukaskatturinn til þess betur fallinn.”Vísir/ErnirAlmenn einföldun á skattkerfinuHver eru rökin fyrir því að almennir kaupmenn borgi 24 prósent virðisaukaskatt, en gistiþjónustan 14%? „Við erum ekki bara að keppa innanlands, heldur við hótel í öðrum löndum. Í flestum evrópulöndum er hótelgisting í lægsta virðisaukaþrepi. Þar sem hefur verið hækkað, til dæmis í Danmörku, það hafði mikil áhrif á eftirspurn á sínum tíma. Við þurfum að horfa á þetta samhengi. Ég útiloka ekki að við gerum einhverntíma breytingar, en það er ekki hægt að hækka virðisaukaskatt á gistingu og tilkynna það í fjárlagafrumvarpi sem tekur gildi nokkrum mánuðum seinna, án nokkurs samráðs við greinina eins og síðasta ríkisstjórn. Þess vegna tókum við tilbaka þá ákvörðun sem hafði verið lögfest. Við erum að breyta virðisaukaskattskerfinu almennt, hækka neðra þrepið og lækka efra þrepið, minnka bilið með það að markmiði að verði bara eitt almennt virðisaukaþrep. Við afnemum þessar undanþágur og fækkum sértilvikum sem við höfum séð of mikið af. Við stefnum í einföldun á skattkerfinu. En þetta er svolítið eins og að snúa olíuskipi. Virðisaukaskattskerfið veitir okkur gríðarlega miklar tekjur þannig að þessar breytingar eru teknar í skrefum."Menn eru fljótir að gleyma Ragnheiður setti ferðamannaþjónustu í forgang frá fyrsta degi. „Ég var nýkomin úr kosningabaráttu þar sem meginlínan hjá flestum stjórnmálaflokkum var að skoða hugmyndir um náttúrupassa. Menn eru fljótir að skipta um skoðun og gleyma, en ef maður fer tilbaka og skoðar ályktanir stjórnmálaflokka, míns flokks, Framsóknarflokksins, stjórnarsáttmálann, tillögur hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar þar sem mér var beinlínis falið af þeim að útfæra náttúrupassa til að tryggja tekur af ferðaþjónustu. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu sjálf ályktað í þessu veru, Boston Consulting Group kom með skýrslu – allar skýrslur með einum eða öðrum hætti bentu á þessa leið. Eftir vandlega yfirlegu þá fer ég með það fyrir ríkisstjórn að útfæra passann. Það þekkja allir hvernig það fór. En það má ekki gleyma því að við fáum þegar miklar tekjur í ríkissjóð frá ferðamönnum, rúma 50 milljarða á ári. Ég hef legið undir gagnrýni fyrir það að gera ekki nægilega mikið í þessum málum. En ef þetta er svona einfalt, af hverju var þetta viðfangsefni skilið eftir óleyst fyrir mig? Fjölgun ferðamanna er ekkert nýtt, þessar spár hafa legið fyrir í næstum tíu ár. Auðvitað hefðum við getað gert fullt af hlutum fyrr. En ég vil einblína á það sem við erum að gera núna.“Tekur sig ekki of alvarlega Ummæli Ragnheiðar, þar sem hún sagði okkur hafa verið tekin í bólinu hvað varðar fjölda ferðamanna til landsins vakti athygli.Gunnar Karlsson, skopteiknari Fréttablaðsins gerði sér mat úr ummælunum. Sitt sýndist hverjum um myndina, þar sem Ragnheiður lá nakin upp í rúmi og ferðamenn gægðust inn. Hún segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. „Þetta er það sem viðmælendur í fjölmiðlum búa við. Þetta var langt og mikið viðtal sem var klippt. Ég átti við stjórnvöld fyrr og nú. Ísland sem samfélag, ferðaþjónustuna sjálfa. Svo var þetta gert að fyrirsögn og eins og skopteiknarinn sér þetta að ég liggi upp í rúmi steinhissa á öllu saman. En ég tek sjálfa mig ekkert of alvarlega, ég sá þetta og brosti út í annað. En þau komu mér á óvart, viðbrögðin við myndinni. Það voru margir í kringum mig brjálaðir, og aðrir sem ég þekkti ekki neitt. Þeim fannst þetta óviðeigandi. Ég sef alveg róleg í bólinu, en ég ætti kannski að hætta að nota svona líkingar,” segir Ragnheiður og hlær. Sjálf segist hún ekki vera viðkvæm fyrir gagnrýni.Vísir/ErnirÓmálefnaleg gagnrýni pirrandi „Ef menn eru ósáttir, fer ég að skoða – get ég gert eitthvað öðruvísi? Stundum er ég ósammála og í pólítík er það stundum þannig. Sú gagnrýni kemur minnst við mann. Ómálefnaleg gagnrýni er hundpirrandi og við suma er ekki hægt að ræða. En í flestum tilvikum þegar maður lendir í ólgusjó, tekur maður því, reynir að læra og svara málefnalega. Þessi vika var annasöm í því. Eitt af því sem við stjórnmálamenn megum gera meira af, er að taka samtalið. Við gerum mistök eins og aðrir,” segir Ragnheiður. Hún segir stjórnmálamönnum stundum hafa verið gefið það ráð að þegja af sér gagnrýni. „Það er kannski klókast, en fyrir kjósendur er betra að fá efnisleg svör. Það er lærdómurinn, að vera duglegri að koma frá okkur upplýsingum.“Vopnuð myndavél og skeiðklukku Mikil umræða hefur einnig skapast um umgengni ferðamanna, þeir hafi hægðir á víðavangi og salernisaðstaða sé ekki nægilega góð. Ragnheiður segir umræðuna villandi. „Við fjölskyldan fórum rúnt síðustu helgi, Gullna Hringinn, því ég var farin að hafa áhyggjur af því að venjulegi Íslendingurinn sem vildi sunnudagsbíltúr væri farinn að óttast að allt væri í drullusvaði, átroðningur og ófögnuður. Ég tók með mér myndavél og skeiðklukku, ætlaði að tímasetja hversu lengi við værum í klósettröðinni, hvað væru margir að þvælast þarna. Þetta var þvert á móti ein sú notalegasta upplifun sem við höfum átt. Hvergi röð á klósettin. Klósettin á Hakinu voru tóm. Klósettin í þjónustumiðstöðinni voru tóm. Hreint og snyrtilegt. Öll bílaplön full, fullt af túristum, en stýringin orðin það góð að þú fékkst upplifunina sem við þekkjum og þykir vænt um. Kannski var ég heppin, en ég ítreka, þetta er á háannatíma í góðu veðri, allar forsendur fyrir því að þetta væri eins og maður hefur heyrt í fréttum,“ segir hún og heldur áfram.Of mikið gert úr þessu neikvæða „Ég er ekki kveinka mér undan fjölmiðlaumræðu eða að segja að hún sé ekki rétt en ég held að það sé búið að gera of mikið úr þessu,” segir Ragnheiður sem ferðast mikið um landið. „Víða er úrbóta þörf. Þess vegna er verið að vinna í því. Ég er líka að sjá um allt land, einstaklinga sem eru að vinna í ferðaþjónustunni að gera frábæra hluti. Innviðir eru að batna af hendi stjórnvalda og fjárfestinga einkaaðila. Ég held að við ættum að hugsa um þetta jákvæða. Við fórum í stefnumótun í haust og erum vonandi að klára í næsta mánuði tillögur að heildarsýn.“ Ætlar ekki að finna upp hjólið Hún segir að greinin snerti mörg ráðuneyti, sveitarfélögin og aðila í ferðaþjónustu. „Til að við getum unnið betur, sem einn maður þarf að vera talsamband og stefna sem allir vinna eftir. Við þurfum að koma skikki á þetta, gera plan. Læra af þeim sem gera best, Nýja sjáland, Skotland, Kanada. Við ætlum ekkert að finna upp hjólið, heldur plokka það besta af hlaðborðinu og tileinka okkur það.” Ragnheiður er uppalin í Keflavík. „Svo fékk ég útþrá, fór í skiptinám og í Kvennó í menntaskóla til að komast aðeins frá. Síðan fór ég til Bandaríkjanna þar sem ég bjó í fimm ár. Nú er ég komin aftur heim,” segir Ragnheiður sem fluttist ásamt fjölskyldunni aftur í heimahaganna árið 2010. Ragnheiður er gift Guðjóni Inga Guðjónssyni en þau kynntust árið 1997. „Þetta tók svolítinn tíma fyrir okkur að verða meira en vinir, en síðan hefur þetta skotgengið. Við eigum tvo stráka, og svo fékk ég tvær stelpur í forgjöf,“ segir hún og upplýsir að hún sé einstaklega vel gift. „Mér er oft lýst þannig, hún er alveg rosalega vel gift. Ég get alveg tekið undir það. Það særir mig dáldið að er minna sagt, rosalega er hann Guðjón vel giftur,“ segir hún kímin. Draumurinn að gerast sendiherra Það lá aldrei beinast við að Ragnheiður færi í stjórnmál. Hún átti sér draum að verða sendiherra. „Það var planið. Alþjóðapólítíkin hefur alltaf verið á mínu áhugasviði þannig að það setur tóninn.” Síðan lá leiðin í framhaldsnám í Georgetown háskóla. „Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert var að vinna sem viðskiptafulltrúi útflutningsráðs í New York, að vinna við það að selja Ísland. Það er það sem sendiherrar gera, vinna fyrir land og þjóð og kynna fyrir þeirri þjóð sem þú býrð í og bæta samskipti, koma á tengslum, efla viðskipti. Mér finnst gaman að vinna með fólki, ég held að ég sé góð í því.“Smitaðist af bakteríunni Afskipti Ragnheiðar af stjórnmálum byrjuðu fyrir alvöru þegar hún varð aðstoðarmaður Geirs Haarde, en þeirra samstarf varði í níu ár. „Ég fékk þessa pólítísku bakteríu. Ég fór í prófkjör 2006 sem leiddi til þess að ég var kjörin á þing. Ég eignaðist son minn, 25. september 2008, daginn sem Glitnir bað um neyðarlánið. Þá breyttist allt í íslensku samfélagi. Ég ætlaði að vera í fæðingarorlofi, en maður situr ekki heima þegar veröldin er að hrynja í kringum mann. Svo ég var komin viku eftir fæðingu á þingflokksfund á leið í prófkjör. Þetta er svo skrýtið, ég man eiginlega ekkert eftir þessu,” segir Ragnheiður og hlær. “Ætli ég hafi ekki verið í brjóstaþoku. Svo er boðað til kosninga.” Þá var leitað til Ragnheiðar úr suðurkjördæmi, hún spurð hvort hún vildi reyna fyrir sér í oddvitasæti fyrir Sjálfstæðiflokkinn. „Þannig að ég fór í prófkjör með barnið á brjósti. Allt gekk þetta. Frá þeim tíma erum við búin að flytja, ég búin að vera í stjórnarandstöðu, í ríkisstjórn og ráðherra, maðurinn búinn að skipta um vinnu og strákarnir komnir í annan skóla.” Landið er að rísaHvernig vill hún að sín sé minnst sem iðnaðarráðherra? „Ég vil að hér sé fjölbreyttara atvinnulíf en þegar ég kom. Ef við ætlum að hafa störf sem ungar kynslóðir sækja í þurfum við allar tegundir. Frá Hruni hefur verið gróska í nýsköpunargeiranum. Við höfum lagt áherslu á það. Elt tækniþróunarsjóð og samkeppnissjóði. Þessi gróska er mest gefandi. Landið er að rísa og fjölbreyttari sprotar verða til. McKinsey kom með skýrslu stuttu áður en við tókum við og það var talað um að ef við Íslendingar ætlum að vaxa stöðugt og auka útflutningstekjur er það ekki af hinum hefðbundnu geirum, stóriðju og sjávarútvegi, heldur öðru. Fyrirtækjum eins og Knox Medical, Plain Vanilla, CCP, Marel, Össur. Við þurfum fleiri svoleiðis."Ætlarðu þá að hætta að byggja verksmiðjur? “Þetta má allt fara saman. Þetta eru ekki bara óhrein verksmiðjustörf, heldur þarf lögfræðinga, endurskoðendur, bókara, og þar fram eftir götunum. Mér er illa við að etja einni grein gegn annarri, fjölbreytnin er það sem skiptir máli.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, ræðir gagnrýnina, meint aðgerðarleysi sitt í ferðaþjónustu, lífið í Keflavík og að þingmenn geri mistök eins og aðrir. Hún fór Gullna hringinn síðustu helgi og þurfti ekkert að bíða eftir klósettinu. Ragnheiður Elín var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hún trúir enn að náttúrupassinn sé góð leið til gjaldtöku. „Ég ætla ekki að dvelja við þetta. Ég ætla að hugsa eins og þau gera í nýsköpuninni. Hjá frumkvöðlunum er það svoleiðis að þeir koma með hugmyndir og hugmyndin kannski rennur út í sandinn. Þá er regla númer eitt: lærðu af því sem miður fór. Komdu aftur. Gott dæmi er Þorsteinn í Plain Vanilla. Þeir fóru á hausinn með fyrstu hugmyndina og eftir það fengu þeir ekkert fjármagn á Íslandi. Svo þeir fóru til Bandaríkjanna og þá var sagt: eruð þið búnir að fara á hausinn og mistakast? Frábært,” segir Ragnheiður Elín sem segist vissulega svekkt yfir því að frumvarp hennar um náttúrupassa hafi ekki hlotið brautargengi. Hún segist þó enn hafa sannfæringu um að náttúrupassinn sé góð leið til gjaldtöku á ferðamönnum, en er meðvituð um að passinn sé ekki gallalaus.Vill tekjurnar frá ferðamönnum„Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það. Ef við ætlum að leggja komugjöld á ferðamenn, þá eru líka kostir og gallar við það. Mér finnst helsti gallinn sá að vegna alþjóðlegra skuldbindinga þurfum við líka að setja það á innanlandsflug. Íslendingar þurfa að borga það þegar þeir fljúga innanlands. Það var eitt af markmiðunum með náttúrupassanum, að fá nýjar tekjur af ferðamönnum en ekki meira af Íslendingum. Við borgum margt innan málaflokksins með sköttum.”En áttu Íslendingar ekki líka að borga fyrir náttúrupassa? „Jú, 500 krónur á ári sem hefðu lagst á Íslendinga. Við vorum að tala um að fá 3-5 milljarða á þremur árum og 85-90 prósent tekna átti að koma frá erlendum ferðamönnum. Mér hugnast síst að fara blandaða leið, kroppa af öllum. Ég vil afnema gistináttagjald, vegna þess að það er vondur skattur. Þar eru ótal margir innheimtuaðilar fyrir lágar upphæðir og ef við förum að hækka hann mikið fer það að búa til flækjustig sem mér hugnast ekki. Ef við ætlum að taka þetta í gegnum gistiþjónustuna er virðisaukaskatturinn til þess betur fallinn.”Vísir/ErnirAlmenn einföldun á skattkerfinuHver eru rökin fyrir því að almennir kaupmenn borgi 24 prósent virðisaukaskatt, en gistiþjónustan 14%? „Við erum ekki bara að keppa innanlands, heldur við hótel í öðrum löndum. Í flestum evrópulöndum er hótelgisting í lægsta virðisaukaþrepi. Þar sem hefur verið hækkað, til dæmis í Danmörku, það hafði mikil áhrif á eftirspurn á sínum tíma. Við þurfum að horfa á þetta samhengi. Ég útiloka ekki að við gerum einhverntíma breytingar, en það er ekki hægt að hækka virðisaukaskatt á gistingu og tilkynna það í fjárlagafrumvarpi sem tekur gildi nokkrum mánuðum seinna, án nokkurs samráðs við greinina eins og síðasta ríkisstjórn. Þess vegna tókum við tilbaka þá ákvörðun sem hafði verið lögfest. Við erum að breyta virðisaukaskattskerfinu almennt, hækka neðra þrepið og lækka efra þrepið, minnka bilið með það að markmiði að verði bara eitt almennt virðisaukaþrep. Við afnemum þessar undanþágur og fækkum sértilvikum sem við höfum séð of mikið af. Við stefnum í einföldun á skattkerfinu. En þetta er svolítið eins og að snúa olíuskipi. Virðisaukaskattskerfið veitir okkur gríðarlega miklar tekjur þannig að þessar breytingar eru teknar í skrefum."Menn eru fljótir að gleyma Ragnheiður setti ferðamannaþjónustu í forgang frá fyrsta degi. „Ég var nýkomin úr kosningabaráttu þar sem meginlínan hjá flestum stjórnmálaflokkum var að skoða hugmyndir um náttúrupassa. Menn eru fljótir að skipta um skoðun og gleyma, en ef maður fer tilbaka og skoðar ályktanir stjórnmálaflokka, míns flokks, Framsóknarflokksins, stjórnarsáttmálann, tillögur hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar þar sem mér var beinlínis falið af þeim að útfæra náttúrupassa til að tryggja tekur af ferðaþjónustu. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu sjálf ályktað í þessu veru, Boston Consulting Group kom með skýrslu – allar skýrslur með einum eða öðrum hætti bentu á þessa leið. Eftir vandlega yfirlegu þá fer ég með það fyrir ríkisstjórn að útfæra passann. Það þekkja allir hvernig það fór. En það má ekki gleyma því að við fáum þegar miklar tekjur í ríkissjóð frá ferðamönnum, rúma 50 milljarða á ári. Ég hef legið undir gagnrýni fyrir það að gera ekki nægilega mikið í þessum málum. En ef þetta er svona einfalt, af hverju var þetta viðfangsefni skilið eftir óleyst fyrir mig? Fjölgun ferðamanna er ekkert nýtt, þessar spár hafa legið fyrir í næstum tíu ár. Auðvitað hefðum við getað gert fullt af hlutum fyrr. En ég vil einblína á það sem við erum að gera núna.“Tekur sig ekki of alvarlega Ummæli Ragnheiðar, þar sem hún sagði okkur hafa verið tekin í bólinu hvað varðar fjölda ferðamanna til landsins vakti athygli.Gunnar Karlsson, skopteiknari Fréttablaðsins gerði sér mat úr ummælunum. Sitt sýndist hverjum um myndina, þar sem Ragnheiður lá nakin upp í rúmi og ferðamenn gægðust inn. Hún segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. „Þetta er það sem viðmælendur í fjölmiðlum búa við. Þetta var langt og mikið viðtal sem var klippt. Ég átti við stjórnvöld fyrr og nú. Ísland sem samfélag, ferðaþjónustuna sjálfa. Svo var þetta gert að fyrirsögn og eins og skopteiknarinn sér þetta að ég liggi upp í rúmi steinhissa á öllu saman. En ég tek sjálfa mig ekkert of alvarlega, ég sá þetta og brosti út í annað. En þau komu mér á óvart, viðbrögðin við myndinni. Það voru margir í kringum mig brjálaðir, og aðrir sem ég þekkti ekki neitt. Þeim fannst þetta óviðeigandi. Ég sef alveg róleg í bólinu, en ég ætti kannski að hætta að nota svona líkingar,” segir Ragnheiður og hlær. Sjálf segist hún ekki vera viðkvæm fyrir gagnrýni.Vísir/ErnirÓmálefnaleg gagnrýni pirrandi „Ef menn eru ósáttir, fer ég að skoða – get ég gert eitthvað öðruvísi? Stundum er ég ósammála og í pólítík er það stundum þannig. Sú gagnrýni kemur minnst við mann. Ómálefnaleg gagnrýni er hundpirrandi og við suma er ekki hægt að ræða. En í flestum tilvikum þegar maður lendir í ólgusjó, tekur maður því, reynir að læra og svara málefnalega. Þessi vika var annasöm í því. Eitt af því sem við stjórnmálamenn megum gera meira af, er að taka samtalið. Við gerum mistök eins og aðrir,” segir Ragnheiður. Hún segir stjórnmálamönnum stundum hafa verið gefið það ráð að þegja af sér gagnrýni. „Það er kannski klókast, en fyrir kjósendur er betra að fá efnisleg svör. Það er lærdómurinn, að vera duglegri að koma frá okkur upplýsingum.“Vopnuð myndavél og skeiðklukku Mikil umræða hefur einnig skapast um umgengni ferðamanna, þeir hafi hægðir á víðavangi og salernisaðstaða sé ekki nægilega góð. Ragnheiður segir umræðuna villandi. „Við fjölskyldan fórum rúnt síðustu helgi, Gullna Hringinn, því ég var farin að hafa áhyggjur af því að venjulegi Íslendingurinn sem vildi sunnudagsbíltúr væri farinn að óttast að allt væri í drullusvaði, átroðningur og ófögnuður. Ég tók með mér myndavél og skeiðklukku, ætlaði að tímasetja hversu lengi við værum í klósettröðinni, hvað væru margir að þvælast þarna. Þetta var þvert á móti ein sú notalegasta upplifun sem við höfum átt. Hvergi röð á klósettin. Klósettin á Hakinu voru tóm. Klósettin í þjónustumiðstöðinni voru tóm. Hreint og snyrtilegt. Öll bílaplön full, fullt af túristum, en stýringin orðin það góð að þú fékkst upplifunina sem við þekkjum og þykir vænt um. Kannski var ég heppin, en ég ítreka, þetta er á háannatíma í góðu veðri, allar forsendur fyrir því að þetta væri eins og maður hefur heyrt í fréttum,“ segir hún og heldur áfram.Of mikið gert úr þessu neikvæða „Ég er ekki kveinka mér undan fjölmiðlaumræðu eða að segja að hún sé ekki rétt en ég held að það sé búið að gera of mikið úr þessu,” segir Ragnheiður sem ferðast mikið um landið. „Víða er úrbóta þörf. Þess vegna er verið að vinna í því. Ég er líka að sjá um allt land, einstaklinga sem eru að vinna í ferðaþjónustunni að gera frábæra hluti. Innviðir eru að batna af hendi stjórnvalda og fjárfestinga einkaaðila. Ég held að við ættum að hugsa um þetta jákvæða. Við fórum í stefnumótun í haust og erum vonandi að klára í næsta mánuði tillögur að heildarsýn.“ Ætlar ekki að finna upp hjólið Hún segir að greinin snerti mörg ráðuneyti, sveitarfélögin og aðila í ferðaþjónustu. „Til að við getum unnið betur, sem einn maður þarf að vera talsamband og stefna sem allir vinna eftir. Við þurfum að koma skikki á þetta, gera plan. Læra af þeim sem gera best, Nýja sjáland, Skotland, Kanada. Við ætlum ekkert að finna upp hjólið, heldur plokka það besta af hlaðborðinu og tileinka okkur það.” Ragnheiður er uppalin í Keflavík. „Svo fékk ég útþrá, fór í skiptinám og í Kvennó í menntaskóla til að komast aðeins frá. Síðan fór ég til Bandaríkjanna þar sem ég bjó í fimm ár. Nú er ég komin aftur heim,” segir Ragnheiður sem fluttist ásamt fjölskyldunni aftur í heimahaganna árið 2010. Ragnheiður er gift Guðjóni Inga Guðjónssyni en þau kynntust árið 1997. „Þetta tók svolítinn tíma fyrir okkur að verða meira en vinir, en síðan hefur þetta skotgengið. Við eigum tvo stráka, og svo fékk ég tvær stelpur í forgjöf,“ segir hún og upplýsir að hún sé einstaklega vel gift. „Mér er oft lýst þannig, hún er alveg rosalega vel gift. Ég get alveg tekið undir það. Það særir mig dáldið að er minna sagt, rosalega er hann Guðjón vel giftur,“ segir hún kímin. Draumurinn að gerast sendiherra Það lá aldrei beinast við að Ragnheiður færi í stjórnmál. Hún átti sér draum að verða sendiherra. „Það var planið. Alþjóðapólítíkin hefur alltaf verið á mínu áhugasviði þannig að það setur tóninn.” Síðan lá leiðin í framhaldsnám í Georgetown háskóla. „Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert var að vinna sem viðskiptafulltrúi útflutningsráðs í New York, að vinna við það að selja Ísland. Það er það sem sendiherrar gera, vinna fyrir land og þjóð og kynna fyrir þeirri þjóð sem þú býrð í og bæta samskipti, koma á tengslum, efla viðskipti. Mér finnst gaman að vinna með fólki, ég held að ég sé góð í því.“Smitaðist af bakteríunni Afskipti Ragnheiðar af stjórnmálum byrjuðu fyrir alvöru þegar hún varð aðstoðarmaður Geirs Haarde, en þeirra samstarf varði í níu ár. „Ég fékk þessa pólítísku bakteríu. Ég fór í prófkjör 2006 sem leiddi til þess að ég var kjörin á þing. Ég eignaðist son minn, 25. september 2008, daginn sem Glitnir bað um neyðarlánið. Þá breyttist allt í íslensku samfélagi. Ég ætlaði að vera í fæðingarorlofi, en maður situr ekki heima þegar veröldin er að hrynja í kringum mann. Svo ég var komin viku eftir fæðingu á þingflokksfund á leið í prófkjör. Þetta er svo skrýtið, ég man eiginlega ekkert eftir þessu,” segir Ragnheiður og hlær. “Ætli ég hafi ekki verið í brjóstaþoku. Svo er boðað til kosninga.” Þá var leitað til Ragnheiðar úr suðurkjördæmi, hún spurð hvort hún vildi reyna fyrir sér í oddvitasæti fyrir Sjálfstæðiflokkinn. „Þannig að ég fór í prófkjör með barnið á brjósti. Allt gekk þetta. Frá þeim tíma erum við búin að flytja, ég búin að vera í stjórnarandstöðu, í ríkisstjórn og ráðherra, maðurinn búinn að skipta um vinnu og strákarnir komnir í annan skóla.” Landið er að rísaHvernig vill hún að sín sé minnst sem iðnaðarráðherra? „Ég vil að hér sé fjölbreyttara atvinnulíf en þegar ég kom. Ef við ætlum að hafa störf sem ungar kynslóðir sækja í þurfum við allar tegundir. Frá Hruni hefur verið gróska í nýsköpunargeiranum. Við höfum lagt áherslu á það. Elt tækniþróunarsjóð og samkeppnissjóði. Þessi gróska er mest gefandi. Landið er að rísa og fjölbreyttari sprotar verða til. McKinsey kom með skýrslu stuttu áður en við tókum við og það var talað um að ef við Íslendingar ætlum að vaxa stöðugt og auka útflutningstekjur er það ekki af hinum hefðbundnu geirum, stóriðju og sjávarútvegi, heldur öðru. Fyrirtækjum eins og Knox Medical, Plain Vanilla, CCP, Marel, Össur. Við þurfum fleiri svoleiðis."Ætlarðu þá að hætta að byggja verksmiðjur? “Þetta má allt fara saman. Þetta eru ekki bara óhrein verksmiðjustörf, heldur þarf lögfræðinga, endurskoðendur, bókara, og þar fram eftir götunum. Mér er illa við að etja einni grein gegn annarri, fjölbreytnin er það sem skiptir máli.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira