Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá brot af þeim hatursáróðri sem má finna á síðunni Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. Hinsegin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012.
Hinsegin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira