Þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Emil fagnar marki síðasta vetur. vísir/getty Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“ Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira