Þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Emil fagnar marki síðasta vetur. vísir/getty Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti