Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 16:58 Aron veltir hér hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni í dag. Vísir/getty „Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti