Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 16:58 Aron veltir hér hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni í dag. Vísir/getty „Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45