Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2016 18:30 Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00