Magna Steyr kaupir Getrag Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 15:08 Höfuðstöðvar Magna Steyr og Mercedes G-Class bíll fyrir utan, en hann er framleiddur hjá Magna. Magna Steyr í Austurríki, sem framleiðir bíla m.a. fyrir Mercedes Benz, BMW, Mini og Jaguar/Land Rover, hefur keypt skiptingaframleiðandann Getrag Group fyrir 244 milljarða króna. Hvorki Magna Steyr né Getrag eru mjög þekkt nöfn í bílaheiminum, en staðreyndin er sú að hjá Magna International, móðurfyrirtæki Magna Steyr, vinna 139.000 manns og hjá Getrag Group vinna 14.000 manns, svo úr verður 153.000 manna fyrirtæki. Það slagar hátt í allan vinnumarkaðinn á Íslandi. Getrag hefur framleitt skiptingar í bíla fyrir BMW, Mercedes Benz, Renault, Volvo, og Ford, svo nokkrir þekktir bílaframleiðendur séu nefndir. Starfsemi Getrag þykir falla vel að Magna Steyr og víst er að afar sterkt fyrirtæki hefur orðið til með kaupunum. Viðskiptavinirnir eru að mörgu leiti þeir sömu og bæði starfa þau í hinum sístækkandi bílabransa. Magna Steyr er einna frægast fyrir að framleiða Mercedes Benz G-Class (Geländerwagen) fyrir Daimler en fyrirtækið framleiðir meira en 200.000 bíla á ári fyrir hin ýmsu bílamerki og hefur til að mynda sérhæft sig í framleiðslu blæjubíla. Höfuðstöðvar Magna Steyr eru í Graz í Austurríki. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Magna Steyr í Austurríki, sem framleiðir bíla m.a. fyrir Mercedes Benz, BMW, Mini og Jaguar/Land Rover, hefur keypt skiptingaframleiðandann Getrag Group fyrir 244 milljarða króna. Hvorki Magna Steyr né Getrag eru mjög þekkt nöfn í bílaheiminum, en staðreyndin er sú að hjá Magna International, móðurfyrirtæki Magna Steyr, vinna 139.000 manns og hjá Getrag Group vinna 14.000 manns, svo úr verður 153.000 manna fyrirtæki. Það slagar hátt í allan vinnumarkaðinn á Íslandi. Getrag hefur framleitt skiptingar í bíla fyrir BMW, Mercedes Benz, Renault, Volvo, og Ford, svo nokkrir þekktir bílaframleiðendur séu nefndir. Starfsemi Getrag þykir falla vel að Magna Steyr og víst er að afar sterkt fyrirtæki hefur orðið til með kaupunum. Viðskiptavinirnir eru að mörgu leiti þeir sömu og bæði starfa þau í hinum sístækkandi bílabransa. Magna Steyr er einna frægast fyrir að framleiða Mercedes Benz G-Class (Geländerwagen) fyrir Daimler en fyrirtækið framleiðir meira en 200.000 bíla á ári fyrir hin ýmsu bílamerki og hefur til að mynda sérhæft sig í framleiðslu blæjubíla. Höfuðstöðvar Magna Steyr eru í Graz í Austurríki.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent