Chevrolet Bolt með 320 km drægi á göturnar í ár Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 13:18 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent
Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent