Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2016 14:30 Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og reynslumikill innan fíkniefnadeildar. Vísir/GVA Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, formaður landsamtaka lögreglumanna, innanríkisráðherra, ríkissaksóknara og alþingismenn virðast á einu máli. Nauðsynlegt sé að einhvers konar eftirlit þurfi að vera með lögreglumönnum og starfsháttum þeirra. Þrátt fyrir það er það fyrst nýlega sem svo virðist sem eitthvað sé að rofa til að hið sjálfsagða, sem þekkist í nágrannalöndum okkar og um heim allan, verði að veruleika. Reyndur rannsóknarlögreglumaður úr fíkniefnadeild var handtekinn og sat í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. desember þangað til honum var sleppt í dag að lokinni skýrslutöku. Hann er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að koma þeim til aðstoðar. Maðurinn hefur starfað í deildinni í lengri tíma, yfir áratug, og hafa tíðindin af varðhaldi hans komið samstarfsmönnum, núverandi sem fyrrverandi, í opna skjöldu. Ríkissaksóknari hefur mál mannsins til skoðunar en þangað ber að vísa málum þegar vaknar grunur um brot í starfi. Hins vegar sýna dæmin að yfirmenn í lögreglunni hafa hingað til tekið málin sjálfir til skoðunar, metið endurteknar og ítrekaðar ásakanir á hendur undirmönnum sínum sjálfir í stað þess að koma málinu áfram til ríkissaksóknara. Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dk Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndunum Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann sem hefur sætt ásökunum um leka á upplýsingum til aðila í fíkniefnaheiminum. Sá gegndi yfirmannsstöðu á sama tíma í fíkniefnadeild og upplýsingadeild. Ásakanirnar komu úr mörgum áttum og yfir langan tíma en málunum var aldrei komið á borð ríkissaksóknara. Að lögregla rannsaki sjálfa sig, hvort sem er í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis, er umdeilt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Kim Kliver, rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir reglurnar afar skýrar hvað þetta varði í Danmörku. Hið sama gildi í Noregi og Svíþjóð. Sjálfstæð og óháð deild taki slík mál til skoðunar. Vert er að taka fram að Vísir leitaði til Kliver þar sem hvorki lögregla né ríkissaksóknari hafa viljað tjá sig um málið opinberlega. Hann þekkir ekki til málsins en var tilbúinn að tjá sig almennt um mál sem þessi. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ segir Kliver í samtali við Vísi. Það komi skýrt fram í dönskum lögum að öllum athugasemdum skuli um leið vísa áfram til saksóknara. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að hefja sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu. Um það virðast reyndar allir sammála.Vísir/E.Ól. Allir á einu máli en mikill hægagangur Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvers vegna ekki væri búið að koma á fót eftirliti með aðgerðum lögreglu. Hann átti ekki alveg svar við því en þó hefði hann nefnt þetta víða í gegnum árin enda myndi það auka trausti og gegnsæi. „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“ sagði Haraldur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að langvarandi umræða hafi verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna segir íslenska lögreglumenn hafa eftir eftirlitinu um árabil. Miðað við svör Haraldar, Sigríðar Bjarkar og Snorra virðist vandfundinn sá aðili innan lögreglu, jafnvel á Íslandi, sem er mótfallinn eftirlitinu. Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Sendisveinn var handtekinn upp úr þurru þegar allt virtist ganga samkvæmt áætlun.Vísir/Stefán Krafa um eftirlit hávær Eftirliti með störfum lögreglu hefði margþáttan tilgang og hafa sum mál vakið mikla athygli er varða störf lögreglu undanfarin ár. Má nefna skotárás í Árbænum og umdeilda handtökuaðferð á Laugavegi sem dæmi. Mál sem ómögulegt er að vita hvort hefði fengið eðlilega málsmeðferð hefði ekki verið til myndband af handtökunni. Í ljósi frétta undanfarnar vikur er krafan um eftirlit orðin ansi hávær vegna gruns um spillingu innan lögreglu. Sem fyrr segir er einn lögreglumaður í einangrun og annar hefur endurtekið verður færður á milli deilda vegna gruns um spillingu. Tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl í fyrra fór á ótrúlegan hátt út um þúfur í máli þar sem fíkniefni að verðmæti mörg hundrað milljóna króna, miðað við söluvirði hér á landi, höfðu verið flutt til landsins. Hollensk móðir og burðardýr fékk ellefu ára dóm og íslenskur sendisveinn fimm ár í steininum. Höfuðpaurar sluppu með skrekkinn.Fullyrt að enginn grunur væri um misferli Yfirmenn fíkniefnadeildar blésu á sögusagnir um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað og hafa borið við tæknilega örðugleika vegna fjarskiptabúnaðarins sem var notaður. Við sama tilefni fullyrti Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, að enginn grunur væri um spillingu í röðum lögreglu. Yfirmaður hennar, lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, segir hins vegar í Fréttablaðinu í dag að handtaka mannsins sem nú sitji í gæsluvarðhaldi megi rekja til sögusagna og þráláts orðróms um leka í fíkniefnadeildinni.. Má teljast eðlilegt að fjölmargir eigi erfitt með að kaupa þær skýringar í ljósi frétta undanfarinna vikna. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVA Eitt skemmt epli eða ekkert eftirlit? Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að blað yrði brotið ef upp kemst um mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Það þættu þó ekki tíðindi víða eins og dæmi í Bandaríkjunum og Mexíkó sanni til dæmis. En hvers vegna ætli slíkt mál hafi aldrei komið upp hjá lögreglu hér á landi? Eru lögreglumenn á Íslandi betri og heiðarlegri en í öðrum löndum. Það má vel vera en eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, orðaði í Fréttablaðinu í gær er embætti lögreglu mannleg stofnun. „Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum.“ Má þá ekki spyrja sig: Er ástæðan fyrir því að blað gæti verið brotið í sögu íslensku lögreglunnar af þeim sökum að eitt skemmt epli sé í stéttinni eða mögulega vegna þess að eftirlit með störfum lögreglu er lítið sem ekkert? Auðvelt er að álykta að án óháðs eftirlits sé hætta á spillingu svo sannarlega fyrir hendi ár eftir ár án þess að upp komist. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir yfirmenn þurfa að meta ásakanir á hendur starfsmönnum hverju sinni.Vísir/Ernir Yfirmenn með „ákveðið eftirlitshlutverk“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir í samtali við Vísi ekki hægt að slá því fram að eftirlitið með störfum lögreglu sé ekkert. „Það er ekki rétt,“ segir Sigríður Björk. Hún nefnir til sögunnar innri endurskoðun hjá lögreglunni. Sú endurskoðun nær þó aðeins til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa tveir menn. „Svo eru yfirmenn með ákveðið eftirlitshlutverk hjá sér,“ segir Sigríður Björk. „Svo er það ríkissaksóknari, og nú héraðssaksóknari sem rannsakar málið.“ Ef grunur vaknar um brot hjá lögreglumanni í starfi á að vísa málinu til óháðs aðila. Þar til um áramótin var ríkissaksóknari sá aðili en nú hefur héraðssaksóknari tekið við hlutverkinu.vísir/pjetur Yfirmenn þurfi að meta ásakanir Tilgangur með innri endurskoðun er að skoða verkferla sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býr til en þeir hafa þó enga heimild til að rannsaka samstarfsmenn sína og taka til skoðunar atriði sem jafnan þyrfti dómsúrskurð. Þeim málum á að vísa til ríkissaksóknara. Ljóst er að í tilfelli lögreglumannsins sem ítrekað hefur verið sakaður um upplýsingaleka í gegnum árin hafa yfirmenn ekki komið athugasemdum til ríkissaksóknara heldur tekið málin til eigin skoðunar. Aðspurð um ábyrgð yfirmanna þegar undirmenn eru sakaðir um brot í starfi segir Sigríður: „Hann þarf að meta ásakanirnar. Þær geta verið minniháttar eða þær geta verið meiriháttar. Þá kemur í ljós hvort málið eigi heima hjá ríkissaksóknara, nú héraðssaksóknara.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra er yfirmaður lögreglu í landinu.Vísir/Ernir Tillaga um nefnd að margra mati ófullkomin Í nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Skref í rétta átt að minnsta kosti en leysir alls ekki vandann að mati Helga Hrafns. Af orðum Haraldar ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og Snorra Magnússonar, formanns Landsambands lögreglumanna, má ætla að þau geti ekki verið fullkomlega sátt við tillöguna. Krafan er virkara eftirlit en tillögurnar sem nefndin leggur til. Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelm Varðmenn fylgist með varðmönnum Krafan hlýtur að vera sú að sjálfstæðri stofnun verði komið á fót sem hafi eftirlit með störfum lögreglu og ekki síður mikilvægt - hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum,“ segir Helgi Hrafn. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, formaður landsamtaka lögreglumanna, innanríkisráðherra, ríkissaksóknara og alþingismenn virðast á einu máli. Nauðsynlegt sé að einhvers konar eftirlit þurfi að vera með lögreglumönnum og starfsháttum þeirra. Þrátt fyrir það er það fyrst nýlega sem svo virðist sem eitthvað sé að rofa til að hið sjálfsagða, sem þekkist í nágrannalöndum okkar og um heim allan, verði að veruleika. Reyndur rannsóknarlögreglumaður úr fíkniefnadeild var handtekinn og sat í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. desember þangað til honum var sleppt í dag að lokinni skýrslutöku. Hann er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að koma þeim til aðstoðar. Maðurinn hefur starfað í deildinni í lengri tíma, yfir áratug, og hafa tíðindin af varðhaldi hans komið samstarfsmönnum, núverandi sem fyrrverandi, í opna skjöldu. Ríkissaksóknari hefur mál mannsins til skoðunar en þangað ber að vísa málum þegar vaknar grunur um brot í starfi. Hins vegar sýna dæmin að yfirmenn í lögreglunni hafa hingað til tekið málin sjálfir til skoðunar, metið endurteknar og ítrekaðar ásakanir á hendur undirmönnum sínum sjálfir í stað þess að koma málinu áfram til ríkissaksóknara. Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dk Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndunum Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann sem hefur sætt ásökunum um leka á upplýsingum til aðila í fíkniefnaheiminum. Sá gegndi yfirmannsstöðu á sama tíma í fíkniefnadeild og upplýsingadeild. Ásakanirnar komu úr mörgum áttum og yfir langan tíma en málunum var aldrei komið á borð ríkissaksóknara. Að lögregla rannsaki sjálfa sig, hvort sem er í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis, er umdeilt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Kim Kliver, rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir reglurnar afar skýrar hvað þetta varði í Danmörku. Hið sama gildi í Noregi og Svíþjóð. Sjálfstæð og óháð deild taki slík mál til skoðunar. Vert er að taka fram að Vísir leitaði til Kliver þar sem hvorki lögregla né ríkissaksóknari hafa viljað tjá sig um málið opinberlega. Hann þekkir ekki til málsins en var tilbúinn að tjá sig almennt um mál sem þessi. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ segir Kliver í samtali við Vísi. Það komi skýrt fram í dönskum lögum að öllum athugasemdum skuli um leið vísa áfram til saksóknara. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að hefja sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu. Um það virðast reyndar allir sammála.Vísir/E.Ól. Allir á einu máli en mikill hægagangur Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvers vegna ekki væri búið að koma á fót eftirliti með aðgerðum lögreglu. Hann átti ekki alveg svar við því en þó hefði hann nefnt þetta víða í gegnum árin enda myndi það auka trausti og gegnsæi. „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“ sagði Haraldur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í Fréttablaðinu í dag að langvarandi umræða hafi verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna segir íslenska lögreglumenn hafa eftir eftirlitinu um árabil. Miðað við svör Haraldar, Sigríðar Bjarkar og Snorra virðist vandfundinn sá aðili innan lögreglu, jafnvel á Íslandi, sem er mótfallinn eftirlitinu. Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Sendisveinn var handtekinn upp úr þurru þegar allt virtist ganga samkvæmt áætlun.Vísir/Stefán Krafa um eftirlit hávær Eftirliti með störfum lögreglu hefði margþáttan tilgang og hafa sum mál vakið mikla athygli er varða störf lögreglu undanfarin ár. Má nefna skotárás í Árbænum og umdeilda handtökuaðferð á Laugavegi sem dæmi. Mál sem ómögulegt er að vita hvort hefði fengið eðlilega málsmeðferð hefði ekki verið til myndband af handtökunni. Í ljósi frétta undanfarnar vikur er krafan um eftirlit orðin ansi hávær vegna gruns um spillingu innan lögreglu. Sem fyrr segir er einn lögreglumaður í einangrun og annar hefur endurtekið verður færður á milli deilda vegna gruns um spillingu. Tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl í fyrra fór á ótrúlegan hátt út um þúfur í máli þar sem fíkniefni að verðmæti mörg hundrað milljóna króna, miðað við söluvirði hér á landi, höfðu verið flutt til landsins. Hollensk móðir og burðardýr fékk ellefu ára dóm og íslenskur sendisveinn fimm ár í steininum. Höfuðpaurar sluppu með skrekkinn.Fullyrt að enginn grunur væri um misferli Yfirmenn fíkniefnadeildar blésu á sögusagnir um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað og hafa borið við tæknilega örðugleika vegna fjarskiptabúnaðarins sem var notaður. Við sama tilefni fullyrti Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, að enginn grunur væri um spillingu í röðum lögreglu. Yfirmaður hennar, lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, segir hins vegar í Fréttablaðinu í dag að handtaka mannsins sem nú sitji í gæsluvarðhaldi megi rekja til sögusagna og þráláts orðróms um leka í fíkniefnadeildinni.. Má teljast eðlilegt að fjölmargir eigi erfitt með að kaupa þær skýringar í ljósi frétta undanfarinna vikna. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVA Eitt skemmt epli eða ekkert eftirlit? Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að blað yrði brotið ef upp kemst um mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Það þættu þó ekki tíðindi víða eins og dæmi í Bandaríkjunum og Mexíkó sanni til dæmis. En hvers vegna ætli slíkt mál hafi aldrei komið upp hjá lögreglu hér á landi? Eru lögreglumenn á Íslandi betri og heiðarlegri en í öðrum löndum. Það má vel vera en eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, orðaði í Fréttablaðinu í gær er embætti lögreglu mannleg stofnun. „Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum.“ Má þá ekki spyrja sig: Er ástæðan fyrir því að blað gæti verið brotið í sögu íslensku lögreglunnar af þeim sökum að eitt skemmt epli sé í stéttinni eða mögulega vegna þess að eftirlit með störfum lögreglu er lítið sem ekkert? Auðvelt er að álykta að án óháðs eftirlits sé hætta á spillingu svo sannarlega fyrir hendi ár eftir ár án þess að upp komist. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir yfirmenn þurfa að meta ásakanir á hendur starfsmönnum hverju sinni.Vísir/Ernir Yfirmenn með „ákveðið eftirlitshlutverk“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir í samtali við Vísi ekki hægt að slá því fram að eftirlitið með störfum lögreglu sé ekkert. „Það er ekki rétt,“ segir Sigríður Björk. Hún nefnir til sögunnar innri endurskoðun hjá lögreglunni. Sú endurskoðun nær þó aðeins til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa tveir menn. „Svo eru yfirmenn með ákveðið eftirlitshlutverk hjá sér,“ segir Sigríður Björk. „Svo er það ríkissaksóknari, og nú héraðssaksóknari sem rannsakar málið.“ Ef grunur vaknar um brot hjá lögreglumanni í starfi á að vísa málinu til óháðs aðila. Þar til um áramótin var ríkissaksóknari sá aðili en nú hefur héraðssaksóknari tekið við hlutverkinu.vísir/pjetur Yfirmenn þurfi að meta ásakanir Tilgangur með innri endurskoðun er að skoða verkferla sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býr til en þeir hafa þó enga heimild til að rannsaka samstarfsmenn sína og taka til skoðunar atriði sem jafnan þyrfti dómsúrskurð. Þeim málum á að vísa til ríkissaksóknara. Ljóst er að í tilfelli lögreglumannsins sem ítrekað hefur verið sakaður um upplýsingaleka í gegnum árin hafa yfirmenn ekki komið athugasemdum til ríkissaksóknara heldur tekið málin til eigin skoðunar. Aðspurð um ábyrgð yfirmanna þegar undirmenn eru sakaðir um brot í starfi segir Sigríður: „Hann þarf að meta ásakanirnar. Þær geta verið minniháttar eða þær geta verið meiriháttar. Þá kemur í ljós hvort málið eigi heima hjá ríkissaksóknara, nú héraðssaksóknara.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra er yfirmaður lögreglu í landinu.Vísir/Ernir Tillaga um nefnd að margra mati ófullkomin Í nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Skref í rétta átt að minnsta kosti en leysir alls ekki vandann að mati Helga Hrafns. Af orðum Haraldar ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og Snorra Magnússonar, formanns Landsambands lögreglumanna, má ætla að þau geti ekki verið fullkomlega sátt við tillöguna. Krafan er virkara eftirlit en tillögurnar sem nefndin leggur til. Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelm Varðmenn fylgist með varðmönnum Krafan hlýtur að vera sú að sjálfstæðri stofnun verði komið á fót sem hafi eftirlit með störfum lögreglu og ekki síður mikilvægt - hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum,“ segir Helgi Hrafn.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00