Eiður Smári er án félags sem stendur en að sögn Heimis Hallgrímssonar gæti það þess vegna breyst mjög fljótt. Það standa þó vonir til þess að hann geti leiki með íslenska landsliðinu í öllum þremur leikjunum.
Ísland mætir Finnlandi þann 13. janúar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og svo heimamönnum á sama velli í Abú Dabí þremur dögum síðar.
Síðari hópurinn leikur svo æfingaleik gegn Bandaríkjamönnum vestanhafs þann 31. janúar. Þrettán leikmenn hafa verið valdir í þann leik nú en hópurinn verður ekki fullmótaður fyrr en eftir ferðina til Abú Dabí.
Það sem leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum eru aðeins þeir leikmenn valdir sem eru í fríi nú í janúar - það eru leikmenn frá Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína.
Enginn hafnaði kallinu að þessu sinni sem er breyting frá því í fyrra, að sögn Heimis Hallgrímssonar.
Abú Dabí-hópurinn:
Markverðir:
Haraldur Björnsson
Gunnleifur Gunnleifsson
Ingvar Jónsson
Varnarmenn:
Haukur Heiðar Hauksson
Andrés Már Jóhannesson
Kári Árnason
Hólmar Eyjólfsson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Hjörtur Logi Valgarðsson
Kristinn Jónsson
Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen
Theódór Elmar Bjarnason
Rúnar Már Sigurjónsson
Björn Daníel Sverrisson
Elías Már Ómarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Árnór Ingvi Traustason
Emil Pálsson
Sóknarmenn:
Matthías Vilhjálmsson
Viðar Kjartansson
Kjartan Henry Finnbogason
Garðar Gunnlaugsson
Bandaríkin:
Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson
Ögmundur Kristinsson
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Hjörtur Hermannsson
Hallgrímur Jónasson
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn:
Arnór Smárason
Eiður Smári Guðjohnsen
Óliver Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Guðmundur Þórarinsson
Kristinn Steindórsson
Sóknarmenn:
Aron Elís Þrándarson