Ungu stelpurnar í Keflavík gáfust ekki upp og unnu langþráðan útisigur í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2016 21:05 Guðlaug Björt Júlíusdóttir var mjög góð á móti sínum gömlu félögum og endaði með flotta tvennu, 16 stig og 10 fráköst. Vísir/Stefán Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum