ÞSSÍ var Íslandi til sóma Össur Skarphéðinsson skrifar 6. janúar 2016 07:00 Um áramótin var Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) formlega lögð niður. Það kom mér stundum á óvart á fyrstu árum mínum sem utanríkisráðherra að evrópskir kollegar lögðu lykkju á leið sína til að hrósa ÞSSÍ. Sama upplifði ég síðar á fundum með sendiherrum Evrópuþjóða í Malaví. ÞSSÍ var hrósað fyrir nýmæli og frumkvæði, og fyrir að fara vel með fé. Hún áorkaði sannarlega miklu miðað við fjármagnið sem stofnunin hafði til umráða.Mæður og börn Í Malaví innti ég evrópsku sendiherrana sérstaklega eftir hvað þeir teldu lykilinn að velgengni ÞSSÍ. Þeir töldu mikilvægast að ÞSSÍ kappkostaði að veita heimamönnum sem mesta hlutdeild í ákvörðunum um hvaða verkefni ætti að ráðast í, og jafnframt að rekstri þeirra. Auk þess nefndu þeir sérstaklega áhersluna á konur og sögðu aðdáunarvert hvernig ÞSSÍ einbeitti sér að mæðrum og börnum, heilsugæslu og menntun. Þessar áherslur, sögðu þaulvanir sendimenn Evrópu í Afríku, skildu eftir varanlegan ávinning. Þetta var kjarninn í starfsemi ÞSSÍ. Hún lagði áherslu á þátttöku heimamanna, vann með grasrótinni, og veitti íslenskum þróunarpeningum í skynsamleg verkefni sem skiluðu árangri strax, eins og öflun hreins vatns, sem útrýmdi kóleru á starfssvæðunum í Malaví. Hún studdi við menntun barna, kenndi fólki að lesa, og vann kraftaverk í að koma á varanlegri heilsugæslu. Spítalinn, sem Íslendingar reistu við Monkey Bay og gáfu heimamönnum, er talandi tákn þess. Fæðingardeildirnar í Monguchi verða um langa framtíð óbrotgjarn minnisvarði um vel útfærða og skynsamlega stefnu í þróunarsamvinnu. Sjálfum er mér ógleymanleg heimsóknin í örlitla fæðingardeild í rjóðri inni í miðjum skógi, þar sem smávaxin forstöðukona með drifhvítan kappa lýsti fyrir mér þeirri gjörbreytingu sem hafði orðið á högum kvenna á svæðinu eftir að deildin tók til starfa. Tæplega 20 þúsund börn höfðu þá komið farsællega í heiminn með íslenskri aðstoð. Hún sagði að konur kæmu tugi kílómetra til að fæða á þessum stöðum. Af tæplega fimm ára sögulegum ferli í utanríkisráðuneytinu standa mér ferskust í minni orð sem hún lét falla: „Börnin deyja ekki hjá okkur.“Ógrunduð og óskiljanleg ákvörðun Á sama tíma og skýrslur sýna að Ísland er orðið næstríkasta land í Evrópu er það Íslandi til vansæmdar að stjórnvöld hafa svarað vaxandi ríkidæmi með því að draga beinlínis úr fjárveitingum frá því sem Alþingi samþykkti einróma 2011. Það breytir þó engu um að ÞSSÍ reisti íslenska flaggið með glæsilegum hætti. Í því ljósi er sorglegt að stjórnvöld hafi hrapað að þeirri ákvörðun, án sjáanlegra raka, að leggja stofnunina niður. Um langa hríð verður það skólabókardæmi um ógrundaða og órökstudda ákvörðun. Á þessum tímamótum er óhjákvæmilegt að undirstrika að faglegir sérfræðingar sem leitað var til lögðust gegn niðurlagningu ÞSSÍ. Félagsvísindasvið HÍ, þar sem mest fræðilegt atgervi er að finna um þróunarsamvinnu, taldi hana „bráðræði“ og lagði til að stofnunin yrði fremur efld. Í langri umræðu sem spannaði tvö þing voru að lokum hraktar allar fullyrðingar sem upphaflega voru settar fram sem rök fyrir að leggja ÞSSÍ niður, s.s. „tvíverknaður“, skortur á „hagræðingu“ og að ÞSSÍ gengi ekki „í takt við utanríkisstefnuna“. Sjálft fjármálaráðuneytið lýsti skriflega yfir að ekki myndi sparast króna með aðgerðinni. Samþykkt frumvarpsins var því miður dæmi um hvernig framkvæmdarvaldið er að snúa stjórnskipaninni á hvolf með því að taka yfir löggjafarvaldið og beitir flokksræði til að þrýsta í gegnum Alþingi ákvörðunum sem í reynd njóta þar ekki raunverulegs stuðnings.Fyrirmyndarstofnun Það sem aldrei deyr þó er góður orðstír. Það verður aldrei tekið frá ÞSSÍ, og starfsmönnum hennar, að þau hlutu fram á síðasta dag óskorað lof heima og erlendis fyrir góðan rekstur, nýmæli og frumkvæði í starfi. ÞSSÍ má óhikað telja til fyrirmyndarstofnana í íslenskri stjórnsýslu. Þegar horft er yfir glæsilegan feril hennar er óhætt að kveðja hana og starfsmenn hennar með því að segja: Þið voruð Íslandi til sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um áramótin var Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) formlega lögð niður. Það kom mér stundum á óvart á fyrstu árum mínum sem utanríkisráðherra að evrópskir kollegar lögðu lykkju á leið sína til að hrósa ÞSSÍ. Sama upplifði ég síðar á fundum með sendiherrum Evrópuþjóða í Malaví. ÞSSÍ var hrósað fyrir nýmæli og frumkvæði, og fyrir að fara vel með fé. Hún áorkaði sannarlega miklu miðað við fjármagnið sem stofnunin hafði til umráða.Mæður og börn Í Malaví innti ég evrópsku sendiherrana sérstaklega eftir hvað þeir teldu lykilinn að velgengni ÞSSÍ. Þeir töldu mikilvægast að ÞSSÍ kappkostaði að veita heimamönnum sem mesta hlutdeild í ákvörðunum um hvaða verkefni ætti að ráðast í, og jafnframt að rekstri þeirra. Auk þess nefndu þeir sérstaklega áhersluna á konur og sögðu aðdáunarvert hvernig ÞSSÍ einbeitti sér að mæðrum og börnum, heilsugæslu og menntun. Þessar áherslur, sögðu þaulvanir sendimenn Evrópu í Afríku, skildu eftir varanlegan ávinning. Þetta var kjarninn í starfsemi ÞSSÍ. Hún lagði áherslu á þátttöku heimamanna, vann með grasrótinni, og veitti íslenskum þróunarpeningum í skynsamleg verkefni sem skiluðu árangri strax, eins og öflun hreins vatns, sem útrýmdi kóleru á starfssvæðunum í Malaví. Hún studdi við menntun barna, kenndi fólki að lesa, og vann kraftaverk í að koma á varanlegri heilsugæslu. Spítalinn, sem Íslendingar reistu við Monkey Bay og gáfu heimamönnum, er talandi tákn þess. Fæðingardeildirnar í Monguchi verða um langa framtíð óbrotgjarn minnisvarði um vel útfærða og skynsamlega stefnu í þróunarsamvinnu. Sjálfum er mér ógleymanleg heimsóknin í örlitla fæðingardeild í rjóðri inni í miðjum skógi, þar sem smávaxin forstöðukona með drifhvítan kappa lýsti fyrir mér þeirri gjörbreytingu sem hafði orðið á högum kvenna á svæðinu eftir að deildin tók til starfa. Tæplega 20 þúsund börn höfðu þá komið farsællega í heiminn með íslenskri aðstoð. Hún sagði að konur kæmu tugi kílómetra til að fæða á þessum stöðum. Af tæplega fimm ára sögulegum ferli í utanríkisráðuneytinu standa mér ferskust í minni orð sem hún lét falla: „Börnin deyja ekki hjá okkur.“Ógrunduð og óskiljanleg ákvörðun Á sama tíma og skýrslur sýna að Ísland er orðið næstríkasta land í Evrópu er það Íslandi til vansæmdar að stjórnvöld hafa svarað vaxandi ríkidæmi með því að draga beinlínis úr fjárveitingum frá því sem Alþingi samþykkti einróma 2011. Það breytir þó engu um að ÞSSÍ reisti íslenska flaggið með glæsilegum hætti. Í því ljósi er sorglegt að stjórnvöld hafi hrapað að þeirri ákvörðun, án sjáanlegra raka, að leggja stofnunina niður. Um langa hríð verður það skólabókardæmi um ógrundaða og órökstudda ákvörðun. Á þessum tímamótum er óhjákvæmilegt að undirstrika að faglegir sérfræðingar sem leitað var til lögðust gegn niðurlagningu ÞSSÍ. Félagsvísindasvið HÍ, þar sem mest fræðilegt atgervi er að finna um þróunarsamvinnu, taldi hana „bráðræði“ og lagði til að stofnunin yrði fremur efld. Í langri umræðu sem spannaði tvö þing voru að lokum hraktar allar fullyrðingar sem upphaflega voru settar fram sem rök fyrir að leggja ÞSSÍ niður, s.s. „tvíverknaður“, skortur á „hagræðingu“ og að ÞSSÍ gengi ekki „í takt við utanríkisstefnuna“. Sjálft fjármálaráðuneytið lýsti skriflega yfir að ekki myndi sparast króna með aðgerðinni. Samþykkt frumvarpsins var því miður dæmi um hvernig framkvæmdarvaldið er að snúa stjórnskipaninni á hvolf með því að taka yfir löggjafarvaldið og beitir flokksræði til að þrýsta í gegnum Alþingi ákvörðunum sem í reynd njóta þar ekki raunverulegs stuðnings.Fyrirmyndarstofnun Það sem aldrei deyr þó er góður orðstír. Það verður aldrei tekið frá ÞSSÍ, og starfsmönnum hennar, að þau hlutu fram á síðasta dag óskorað lof heima og erlendis fyrir góðan rekstur, nýmæli og frumkvæði í starfi. ÞSSÍ má óhikað telja til fyrirmyndarstofnana í íslenskri stjórnsýslu. Þegar horft er yfir glæsilegan feril hennar er óhætt að kveðja hana og starfsmenn hennar með því að segja: Þið voruð Íslandi til sóma!
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun