Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao hefur staðfest að bardagi hans í apríl verði sá síðasti á hans ferli.
Þá berst Pacquiao gegn Timothy Bradley í þriðja sinn á ferlinum. Þeir hafa unnið sitt hvorn bardagann. Bardaginn fer fram í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas.
Pacquiao tapaði gegn Floyd Mayweather í síðasta bardaga sínum en sá bardagi fór fram í maí á síðasta ári.
Pacquiao er orðinn 37 ára gamall og búinn að berjast 65 sinnum. Hann hefur unnið 57 af þeim bardögum. Alls hefur hann unnið titla í átta þyngdarflokkum sem er met sem seint verður slegið.
Manny kveður í apríl
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn


Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn