Hverfa dísilbílar í Bandaríkjunum, Japan og Kína? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 14:40 Ekki algeng sjón í Bandaríkjunum, Japan eða í Kína. Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður
Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður