Audi fær leyfi fyrir Q2 og Q4 frá Fiat Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 16:09 Q4 var ein af undirgerðum Maserati Quattroporte. Audi hefur lengi glímt við þann vanda að eiga ekki einkaleyfi fyrir notkun bílaheitanna Q2 og Q4 þar sem þau hafa verið í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Nú hafa hinsvegar náðst samningar á milli fyrirtækjanna og Audi komið með heimild fyrir notkun nafnanna. Með því getur Audi framleitt bíla sem nota alla tölustafina frá Q1 til Q9 og er ekki loku fyrir það skotið að Audi verði með þá alla í framleiðslu innan fárra missera. Að minnsta kosti ætlar Audi að nota Q2 nafnið á smáan jeppling strax á þessu ári og Q4 verður notað á jepplingi sem verður eins stór og Q3, en með coupe lagi. Árið 2018 stendur síðan til að koma með Q1, agnarsmáan jeppling sem byggður er á A1 fólksbílnum. Svo virðist sem Audi hafi ekki greitt Fiat neitt fyrir notkun Q2 og Q4 og því hafa fyrirtækin líklega skipst á einkaleyfum fyrir nöfnum og á svörum forstjóra Audi að dæma virðist sem það hafi einmitt gerst, þó svo ekki sé látið uppi hvaða nafn Audi lét á móti. Ekki er heldur ljóst hvort það nafn yrði notað á bíla Fiat, Alfa Romeo, Chrysler, Dodge eða Maserati, en öll tilheyra þau Fiat Chrysler Automobiles. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Audi hefur lengi glímt við þann vanda að eiga ekki einkaleyfi fyrir notkun bílaheitanna Q2 og Q4 þar sem þau hafa verið í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Nú hafa hinsvegar náðst samningar á milli fyrirtækjanna og Audi komið með heimild fyrir notkun nafnanna. Með því getur Audi framleitt bíla sem nota alla tölustafina frá Q1 til Q9 og er ekki loku fyrir það skotið að Audi verði með þá alla í framleiðslu innan fárra missera. Að minnsta kosti ætlar Audi að nota Q2 nafnið á smáan jeppling strax á þessu ári og Q4 verður notað á jepplingi sem verður eins stór og Q3, en með coupe lagi. Árið 2018 stendur síðan til að koma með Q1, agnarsmáan jeppling sem byggður er á A1 fólksbílnum. Svo virðist sem Audi hafi ekki greitt Fiat neitt fyrir notkun Q2 og Q4 og því hafa fyrirtækin líklega skipst á einkaleyfum fyrir nöfnum og á svörum forstjóra Audi að dæma virðist sem það hafi einmitt gerst, þó svo ekki sé látið uppi hvaða nafn Audi lét á móti. Ekki er heldur ljóst hvort það nafn yrði notað á bíla Fiat, Alfa Romeo, Chrysler, Dodge eða Maserati, en öll tilheyra þau Fiat Chrysler Automobiles.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent