Stjarnan vann fimm marka sigur á Íslandsmeisturum Gróttu, 23-18, í leik liðanna í TM-höllinni í Mýrinni í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Gróttuliðsins í Mýrinni síðan að liðið tryggði sér þar Íslandsmeistaratitilinn í maí en nú þurftu þær að sætta sig við sigur.
Sigur Stjörnuliðsins var öruggur en liðið var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6.
Skyttan Helena Rut Örvarsdóttir var með sex mörk í kvöld og Esther Viktoría Ragnarsdóttir skorði fjögur mörk en annars voru fimm leikmenn Stjörnuliðsins með þrjú mörk eða fleiri í leiknum.
Stjörnukonur hafa þar með unnið alla níu heimaleiki sína í Olís-deildinni á þessu tímabili en liðið er bara í 3. til 5. sæti í deildinni þar sem liðið hefur aðeins unnið samtals tvo útileiki.
Fylkir vann síðan sex marka útisigur á FH í Kaplakrika í hinum leik kvöldsins.
Úrslit og markaskorarar í leikjum Olís-deild kvenna í kvöld:
Stjarnan - Grótta 23-18 (14-6)
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2.
Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Anett Köbli 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Eva Margrét Kristinsdóttir 1.
FH - Fylkir 22-28 (11-15)
Mörk FH: Sigrún Jóhannsdóttir 5, Jóhanna Helga Jensdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir 1.
Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 11, Vera Pálsdóttir 6, Þuríður Guðjónsdóttir 5, Hildur Björnsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Sigrún Birna Arnardóttir 1.

