Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2016 13:11 Stjórn Rithöfundasambands Íslands skipa Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Andri Snær Magnason meðstjórnandi, Jón Kalman Stefánsson varaformaður, Hallgrímur Helgason meðstjórnandi og Vilborg Davíðsdóttir meðstjórnandi. Vísir Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin. Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin.
Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00